En þetta vildu 92,5% okkar !!!

Þessar fréttir eru afar vondar en koma ekki á óvart. Öll bæjarstjórn Vestmannaeyja vildi fara þessa leið um síðustu kosningar og ber fulla ábyrgð á málinu eins og það stendur nú. Þó bæjarstjórn stjórni ekki samgöngumálum þá fara sömu flokkar með völd í landsstjórninni og eru við völd hér. Mig minnir að afar stór hluti Eyjamanna vildi á sínum tíma fá nýja hraðskreiða ferju til Þorlákshafnar og halda jafnframt áfram með rannsóknir á jarðgöngum milli lands og Eyja. Ef þær raddir hefðu fengið hljómgrunn væri ferjan nær fullsmíðuð nú, rannsóknum á jarðgöngum væri lokið og við værum ekki í þeirri stöðu sem við erum í, í dag. Og mig minnir einnig að ALLIR þingmenn suðurkjördæmis hafi lofað að farið yrði í rannsóknir á jarðgöngunum enda eru þau afar ódýr miðað við Icesave aðeins ca 1,1% af þeim kostnaði og þau glatast ekki og verða alltaf til staðar þrátt fyrir aðgerðir Breta. Fyrir hugmyndafræði Icesave sem þessir 2 flokkar prísuðu og lofuðu síðustu 15 mánuði og annar þeirra ásamt Framsókn síðustu 17 ár hefði verið hægt að byggja jarðgöng með aðskildum 4 földum akgreinum 2 hringi um landið og til Grímseyjar að auki fyrir sama kostnað. En þetta vildum við!!! Verðum við ekki bara að takast á við vandann, enda erum við vön því hér í Eyjum.


mbl.is Gríðarlegt áfall fyrir Eyjar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Arnar, ég er að mestuleiti sammála þér, en er ekki gott að vera vitur eftir á? Kær kveðja frá Áshamrinum.

Helgi Þór Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 13:35

2 Smámynd: Arnar G. Hjaltalín

Jú alveg sammála þér með vitið, en það voru líka margir vitrir fyrirfram. T.d. félagsmenn Ægisdyra sem er breiðfylking almennra borgara í Vestmannaeyjum sem höfðu það eitt að leiðarljósi að koma skynsamlegum tillögum til stjórnvalda um samgöngur og svo mætti lengi telja. Vitið var víða til staðar áður en kannski var lítið sem ekkert hlustað. Allir voru að dansa í kringum gullkálfinn og tónlistin þar var of hávær til að skynsemisraddirnar heyrðust. Kær kveðja úr undurfagra Austurbænum.

Arnar G. Hjaltalín, 16.11.2008 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Eyjarnar

Höfundur

Arnar G. Hjaltalín
Arnar G. Hjaltalín
Starfa sem formaður Drífanda stéttarfélags og áhugamaður um blómlega byggð í Eyjum þmt. Íslandi.

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband