Sunnudagur, 31. maí 2009
Vitleysa
Hverfum til baka til ársins 1944 á Íslandi. Við stofnum lýðveldi og segjum okkur frá Dönum, en Vestfjarðakjálkinn t.d. eða Vestmannaeyjar ákveður að gera það ekki og lýsir yfir sjálfstæði. Lýðveldið pælir ekki í því um stund en ákveður er það styrkist að sækja til baka lönd sín og sækir þessi héruð. Þá koma prófastar kirkjunnar til sögunnar og segja þau sjálfstæð, hringja kirkjuklukkum og bulla af trúarlegum ástæðum út í eitt. Auðvitað er ekki hlustað á það heldur eru þessi héruð látin lúta lögum og aðstæðum öðrum hlutum landsins.
Þannig gerðist þetta í Tíbet sem hafði verið hluti Kína í hundruðir ára en reyndu að bulla sig frá því er Keisaraveldið féll. Bull bara eins og Dalai Lama er að reyna bulla í okkur. Kínverjar náðu bara í "héraðið Tíbet"er þeir urðu að nýju nógu sterk þjóð til þess enda var og er Tíbet hluti Kína. Ekkert athugavert við það.
Tíbet er eins og önnur héruð Kína óaðskiljanlegur hluti Kína eins og sýslur Íslands eru óaðskiljanlegur hluti Íslands og svo mun alltaf verða. Ofsatrúarfólk eins og munkarnir frá Tíbet eiga ekkert erindi hingað fekar en annað ofsatrúarfólk.
Dalai Lama á ekkert erindi til Íslands sem fulltrúi Kínverja, aðeins fulltrúar Kínverja eiga það erindi.
Sleppum að mæta á og hlusta á svona bull.
með sjálftæðiskveðju
Arnar
Dalai Lama í heimsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Eyjarnar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnar,
Mér finnst nú pistill þinn frekar ofsakenndur ertu kannski ofsatrúar á skoðanir þínar? Ef svo er, þá hlýtur þú að vera ofsatrúarmaður samkvæmt þínum eigin orðum, sem dæma sig sjálf.
Lifðu heill,
Kær kveðja,
Elín
Elín (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 23:37
Hefurðu lesið um hvað kínverjar hafa gert við tíbeta? Bara að pæla.
Arngrímur (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 23:59
Sæl Elín
Þessir munkar eru í okkar skilningi ekki bara sértrúarsöfnuður heldur nota þeir skoðanir sínar til að hvetja til uppreisnar og þ.h. við þekkjum það t.d. frá strangtrúuðum gyðingum er reyna að steypa stjórn Ísraels. Einnig frá öfgatrúuðum Íslamistum samanber Al Kaida. Frá Kristnum mönnum og konum er vilja banna t.d. konur sem presta og margt verra (Biblíubeltið í Bandaríkjunum)Þetta fólk er ekki hryðjuverkafólk eins og við þekkjum það í dag en stefna þess hefur kallað miklar hörmungar yfir stóran hluta íbúa Kína er búa í héraðinu Tíbet.
Já og reyndar ér ég enginn ofsatrúarmaður, er bara hlutlaust sóknarbarn í Landasókn í Vestmannaeyjum.
Kveðja
Arnar
Arnar G. Hjaltalín, 1.6.2009 kl. 00:01
Talandi um vitleysu ættir þú að reyna að kynna þér sögu Tíbets áður en þú skrifar svona vitleysu. Eins og Ísland var Tíbet sjálfstætt ríki þar til á þrettándu öld þegar Mongólar (sem þá réðu Kínaveldi) tóku völd þar, með vopnavaldi ólíkt því þegar Ísland féll undir danakóng. Næstu 7 aldirnar var Tíbet undir valdi Kínverja (eins og Ísland undir dönum) þar til þeir lýstu yfir sjálfstæði árið 1913 (Ísland fékk fullveldi 1918) . Árið 1950 lögðu kínverjar síðan landið undir sig með vopnavaldi. Í ljósi sögunnar ættu íslendingar einmitt að styðja tíbeta heilshugar í sjálfstæðisbaráttu þeirra. Og svo held ég að þú ættir að lesa verk orð Dalai Lama áur en þú kallar hann ofsatrúarmann.
Lárus Vilhjálmsson, 1.6.2009 kl. 00:03
Boðskapur Dali Lama er eitt það göfugasta í þessum heimi.Fyrirmynd alls boðskaps.
Árni Björn Guðjónsson, 1.6.2009 kl. 00:15
Arnar. Finnst þér kanski að Ísland ætti að byrja að skipta sér niður í ríki í ríkinu? Er það kanski eina friðarlausn íslendinga að þínu mati? Sundrung?
Hefur þú ekki trú á að sameinaðir stöndum vér og sundraðir föllum vér?
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2009 kl. 00:17
Fyndið þegar menn eins og þú, Arnar, tjáið ykkur um hluti sem þið hafið ekki kynnt ykkur að nokkru leiti. Veit samt ekki hvort það eigi að teljast fyndið, kannski frekar sorglegt.
Farðu nú að lesa sögubækurnar betur.
Viktor (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 00:24
Sæll Lárus
Kínverka keisaraveldið féll árið 1911, mánuði efir það lýstu flest öll héruð Kína einhliða yfir sjálfstæði þ a. m. Tíbet árið 1913. T.d. má geta þess að í mars árið 1912 er kveðið á í stjórnarskrá þjóðernissinna að Tíbet sé hluti Kína, þannig að þjóðernissinnar lytu á Tíbet einnig að sjálfsögðu sem hluta Kína. Borgarastyrjöld ríkti meira og minna frá þeim tíma fram til 1949 er kommúnistar náðu völdum. Eftir að ró komst á þá sótti Alþýðulýðveldið Tíbet aftur til sín árið 1950.
Ef við ætlum að lýta til baka til sögunnar þá skulum við vona að hún endurtaki sig ekki þarna og horfum til balkanskagans. Þar voru tyrkir við völd fram til 1150 ca og enn er barist og fólk drepið vegna þess.
Eigum við kannski að skipta heiminum eins og hann var ca. árið 1200, þá værum við norðmenn nú :)
Hvað segir þú um um Xinjiang héraðið í Kína annars, sjálfstæði líka?
Kveðja
Arnar
Arnar G. Hjaltalín, 1.6.2009 kl. 00:27
Sæll Viktor
Hef verið mikið í Kína, kynnt mér sögu þess og umgengist mikið af hlutlausum fræðikonum og mönnum sem hafa veitt mér hlutlaust af viskubrunni sínum.
Kveðja
Arnar
Arnar G. Hjaltalín, 1.6.2009 kl. 00:31
Eitt enn Lárus
Ég er að hugsa um að fara til Costa del Sol í sumar ef gott tilboð býðst á þeim ferðum.
Væri réttlátt að það landsvæði væri hluti Tyrkneska heimsveldisins núna þar sem það var það á sama tíma og Tíbet varð hluti Kína?
Hugsa ekki reyndar.....
Kveðja
Arnar
Arnar G. Hjaltalín, 1.6.2009 kl. 00:49
Arnar, snýst málið endilega um söguna? Er ekki það sem máli skiptir að Tíbetar upplifa sig sem þjóð en ekki sem hluta af hinu kínverska alþýðulýðveldi?
Ef t.d. Vestmannaeyjingar gætu alls ekki upplifað sig sem hluta af lýðveldinu Íslandi heldur fyndist þeir vera sjálfstæð þjóð sem ætti rétt á landi sínu og væru tilbúnir til að taka við öllum sínum málum af íslenska ríkinu á friðsamlegan hátt. Ættu þeir þá ekki bara rétt á því? Eða ætti íslenska ríkið senda "míni" herinn hans Björns Bjarnasonar út í eyjar til að tryggja yfirráð Íslands í Eyjum og ekki síst koma í veg fyrir að t.d. útgerðarmenn og verkalýðsforkólfar úr Eyjum gætu farið um heiminn og kynnt sinn málstað?
Bara svona pæling......
Hjalti Finnsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 07:43
Tíbetar hafa eigið tungumál og letur óskylt kínversku letri og tungumáli. Tíbetar hafa trúarbrögð og menningu sem eru frábrugðin menningu og trúarbrögðum Kína. Tíbetar hafa sinn eigin þjóðfána og í Tíbet er meira að segja kynþáttur frábrugðinn þeim kínverska.
Þú segist hafa talað við fræðimenn í Kína um Tíbet. Ég hef talað við útlaga á Indlandi um Tíbet og ég treysti þeim frekar heldur en fræðimönnum í ríki sem ber ábyrgð á dauða allt að 100 milljón eigin þegna. Fræðimaður í Kína getur ekki verið hlutlaus varðandi málefni Tíbets því ef hann væri það þá væri hann ekki fræðimaður í Kína.
Matthías (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 10:33
Sammála Matthíasi-
Elín (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 11:54
Sæll Arnar.
Samkvæmt þinni röksemdarfærslu þá ættu allflest sjálfstæð ríki jarðar engan tilverurétt og ættu í raun að tilheyra nýlenduveldunum sem réðu þeim í hundruðir ára. Bretar, Danir, Austuríkismenn, Frakkar, Spánverjar, Rússar og fleirri ættu kannski að fara ihuga að innlima þær þjóðir sem tilheyrðu nýlenduveldi þeirra í hundruði ára. Mætti þar t.d. nefna Indland, Pakistan, Ástralíu, Ísland, Noreg, Tékkland, Ungverjaland, Bosníu, Króatíu, flest lönd Afríku, Suður-Ameríku og svo mætti lengi telja.
Eins var það að árið 1200 vorum við Íslendingar sjálfstæð þjóð, gamli sáttmáli var gerður 1262.
Arnar, aðalatriðið er sjálfsákvörðunarréttur fólks. Ef. td vestmannaeyingar vildu sjálfstæði frá Íslandi þá væri það sjálfsagt ef fólkið sem býr þar vildi það.
Lárus Vilhjálmsson, 1.6.2009 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.